Um okkur
Næring sem hefur áhrif
Við hjá ÖRLÖ beitum hátæknilausnum til þess að rækta smáþörunga á sjálfbæran hátt á Íslandi. Þannig getum við framleitt Omega-3 fitusýrur úr frumuppsprettu þeirra (fiskar fá sínar fitusýrur úr þörungum) án þess að hrófla nokkuð við lífríki fiska og hafsins.
Tæknin okkar var þróuð af vísindamönnum í fremstu röð á heimsvísu. Framleiðslan er kolefnisneikvæð og knúin hreinni, íslenskri orku. Geltöflurnar okkar tryggja þrefalt betri upptöku næringarefna í líkamanum en annars konar uppsprettur og eru því minni en þekkist á markaðnum.
Við trúum því að þú eigir ekki að þurfa að velja milli heilsu þinnar og plánetunnar. Við höfum beislað máttinn í fyrstu plöntum jarðarinnar til þess að framleiða vörur sem eru bæði góðar fyrir þig og umhverfið.
Sjálfbær ræktun
takmarkalaus næring
Jákvæð umhverfisáhrif
Framtíðin er næringarrík
ÖRLÖ starfrækir sjálfbærustu smáþörungaræktun í heimi. Byltingarkennt og kolefnisneikvætt framleiðsluferlið gerir ÖRLÖ kleift að rækta næringarríka smáþörunga við kjöraðstæður á Íslandi allan ársins hring. ÖRLÖ nýtir 99% minna landsvæði og vatn en þarf til að framleiða aðrar Omega vörur.
Flest fólk fær Omega-sýrurnar sínar úr fiskiolíu. Fiskar fá hins vegar Omega-sýrur úr smáþörungum. Við ræktum því sjálfa frumuppsprettuna, næringarríka smáþörunga, sem eru uppfullir af prótínum, steinefnum og vítamínum.
100% næring og 0% samviskubit.
Ræktunarstöðin okkar
Við erum staðsett í jarðhitagarði ON við Hellisheiðarvirkjun og notum umframhita frá virkjuninni, endurnýjanlega orku, hreint vatn og náttúrulega kolefnislosun til þess að skapa fyrstu kolefnisneikvæðu ræktunarstöðina í heiminum.
Þar beitum við nýjustu tækni, sem þróuð var fyrir okkur af vísindamönnum í fremstu röð á heimsvísu, til þess að rækta næringarríka smáþörunga innandyra í stýrðu umhverfi við kjöraðstæður allan ársins hring.
Hvers vegna Örlö?
Nafnið okkar fáum við frá íslenska orðinu „örlög“ vegna þess að við trúum því að örlög mannkyns og plánetunnar séu samofin. Það þurfi ekki að velja á milli heilsu okkar og plánetunnar. Hægt sé að skapa næringarríka og bjarta framtíð fyrir okkur öll á sama tíma við hlúum að heilbrigði plánetunnar okkar dýrmætu.
Ör vísar líka til hins smáa. Oft leynist mesti krafturinn í því sem er lítið. ÖRLÖ virkjar máttinn í fyrstu plöntum jarðarinnar til þess að framleiða ómissandi Omega-3 fitusýrur í hæsta gæðaflokki.
Liðsheildin okkar
ÖRLÖ er í eigu VAXA Technologies.
Liðsheildin okkar samanstendur af reynslumiklum sérfræðingum sem koma úr ólíkum áttum til þess að nýta sérþekkingu sína í þágu okkar allra.
Markmið okkar er að allir íbúar jarðar hafi aðgang að hollri og góðri næringu án þess að heilbrigði plánetunnar sé stefnt í hættu.
Við hjá ÖRLÖ viljum stuðla að jafnvægi í fæðukerfum með því að leggja ríkulega áherslu á sjálfbærni og verndun viðkvæmra lífkerfa.