• Immunity Boost
 • Immunity Boost
 • Immunity Boost
 • Immunity Boost
 • Immunity Boost

Immunity Boost

Verð 5.990 ISK
Veldu Bragð:

Sparaðu 15% með áskrift


Immunity Boost munnspreyið inniheldur Icelandic Ultra Spirulina sem er sneisafullt af lífvirku B12 vítamíni (methylcobalamin). Það viðheldur heilbrigðu orkustigi og styður ónæmiskerfið.

Spirulina smáþörungurinn er afar næringarríkur og hefur verið kallaður upprunalega súperfæðan.

 • Spirulina, Cherry eða Mintu bragð
 • Bragðast frábærlega, þetta er ekki Spirulina eins og þú þekkir hana.
 • Meðfærilegar umbúðir sem auðvelt er að ferðast með.
 • Engin erfðabreytt efni (Non-GMO), og kolefnisneikvæð framleiðsla.
 • Umhverfisvæn: Flaskan inniheldur 2 mánaða birgðir. Hámarks nýting og lágmarks sóun.
 • Vegan
 • Þarf ekki að geymast í ísskáp.

  Icelandic Ultra Spirulina smáþörungarnir eru ræktaðir með 100% endurnýjanlegri orku og án allra varnar- og eiturefna. 

  Nýlega fjallaði FAST COMPANY um þessa stórkostlegu spirulina afurð, ræktaða á Íslandi í ræktunarstöð VAXA Technologies á Hellisheiði.

  *2 mánaða birgðir m.v. notkun 2 x daglega. 30ml flaska

  Spreyja tvisvar undir tunguna og leyfa vökvanum aðeins að sitja þar áður en kyngt er. Hentar öllum aldurshópum.

  25 MCG
  VITAMIN D3 (Cholecalciferol of 100% plant origin, produced from Algae)
  125%
  0.22 MG
  THIAMIN (AS THIAMIN MONONITRATE)
  20%
  0.24 MG
  VITAMIN B6 (AS PYROXIDINE HYDOCHLORIDE)
  14%
  2.7 MG
  NIACIN (AS NICOTINAMIDE)
  17%
  90 MCG DFE, 54 MCG FOLIC ACID
  FOLATE
  23%
  0.42 MCG
  VITAMIN B12 (AS METHYLCOBALAMIN)
  18%
  1.3 MG
  PANTOTHENIC ACID (AS CALCIUM PANTOTHENATE)
  26%
  30 MG
  SPIRULINA (WHOLE PLANT EXTRACT)
  † Daily Value not established

  Other Ingredients: Water, Sorbitol, Glycerol

  Vegan

  Engar fiskiafurðir og ekki er gengið á náttúrulegar auðlindir jarðar. 100% næring og 0% samviskubit.

  Non-GMO

  Smáþörungar ÖRLÖ innihalda engin erfðabreytt efni, eru vottaðir af óháðum, þriðja aðila og eru ræktaðir við kjöraðstæður innandyra allan ársins hring til að tryggja bestu gæði sem völ er á.

  Vistvæn ræktun

  Örlö er framtíðin í omega bætiefnum úr plöntum – betri næring sem er góð fyrir heilsuna og hefur engin áhrif á lífríki fiska og sjávar.

  Mikil lífvirkni

  Immunity Boost Ultra Spirulina frá ÖRLÖ er mun virkari en spirulina ræktuð í opnum tjörnum, sem þýðir að líkaminn þinn fær betri næringu - hraðar.

  Jákvæð kolefnisáhrif

  ÖRLÖ smáþörungar eru framleiddir með 100% hreinni, endurnýjanlegri orku.

  Byltingarkennd ræktunarstöð okkar á Íslandi er staðsett í jarðhitagarði ON á Hellisheiði. Við nýtum umframhita, -orku, hreint vatn og náttúrulega kolefnislosun frá Hellisheiðarvirkjun til þess að knýja fyrstu sjálfbæru, kolefnisneikvæðu smáþörungarækt í heimi.

  Jákvæð kolefnisáhrif

  Smáþörungar sem framleiddir eru með orku frá 100% endurnýjanlegum auðlindum, þar á meðal náttúrulegri kolefnislosun og jökulvatni.

  Við notum 99% minna landsvæði og vatn en annars konar þörungaræktun.

  Ræktunin okkar reiðir sig ekki á lífríki sjávar og dregur því úr þörfinni á fiskveiðum til að nálgast Omega-3. Þannig forðum við 110 kílóum af uppsjávarfiskum (sardínum og ansjósum) og komum í veg fyrr losun 1.1 kg kolefnisígilda með hverjum 30 daga ÖRLÖ skammti.

  Pakkningar

  Endurvinnanleg álflaska með lágmarks kolefnisfótspor í nettum endurunnum pappírsumbúðum.

  Í sendingum notum við efni úr PCR efnum og þörungablek í stað þess að nota blek úr soja eða olíu.

  Endurvinnsla

  Plastlokið fer í grænu tunnuna og álflöskuna er hægt að endurvinna á næstu endurvinnslustöð.

  Flokkið pakkningarnar með pappírsúrgangi og notið sem „brúnt efni“ í moltutunnu.

  aukin virkni

  Immunity Boost Icelandic Ultra Spirulina munnsprey frá ÖRLÖ veitir þér fulla virkni af vatnsleysanlegum B-vítamínum til að styðja við heilbrigða orkuframleiðslu og ónæmisvirkni. D3 vítamín (vatnsleysanlegt) gefur öflugan stuðning við ónæmiskerfi. Ultra Spirulina, ofurhetjan okkar, bætir við auknu lagi af vörn á kulda- og flensutímabilum fyrir ónæmiskerfið.

  Smáþörungarnir okkar

  Ræktunarferlið okkar notar 99% minna land og vatnsauðlindir en aðrar omega uppsprettur á sama tíma og það framleiðir hreinustu, öflugustu örþörunga næringu fyrir allan líkamann.