"Hvernig beislum við kraftinn í smáþörungum?"

"Hvernig beislum við kraftinn í smáþörungum?"

Orðið "smáþörungar" hljómar eins og eitthvað lítið og ómerkilegt en því er öfugt farið.

Professor Isaac Berzin, CTO (tæknistjóri og einn stofnanda VAXA Technologies, er vísindamaður og hefur unnið með MIT að rannsóknum fyrir "Center for Space Research" fyrir NASA og Alþjóða geimstöðina.

Isaac var valinn sem einn af 100 áhrifamestu manneskjum í heimi árið 2008 af tímaritinu Time fyrir störf sín í þágu sjálfbærni og loftslagsmála.

Professor Isaac Berzin deilir hér með okkur hinum undursamlegu eiginleikum í daglegu lífi smáþörunga og hvaða möguleikar felast í ræktun þeirra til að bæta líf okkar á þessari plánetu.

Helstu atriði úr viðtalinu :

  • Hver er tæknin á bakvið smáþörungaræktun og mismunandi aðferðir til þess
  • Unnin matvæli og áhrif þeirra - Mikilvægi náttúrulegrar upptöku (bioavailability)
  • Ræktun í mismunandi birtuskilyrðum
  • Mikilvægi upplifunar hjá neytendum
  • Kostir við "skautuð lípíð" (polar lipids)

Viðtalið er tekið upp í samstarfi við hlaðvarpið Nutrition without compromise. Spyrill : Corinna Bellizzi