EPA, DHA og þú

EPA, DHA og þú

EPA & DHA eru lífsnauðsynlegar fitusýrur sem líkaminn framleiðir ekki sjálfur og þurfum við því að sækja þær úr mat eða bætiefnum. Þessi næringarefni finnast í miklu magni í heilanum og eru nauðsynleg fyrir heilann og miðtaugakerfið og minni. Þau finnast einnig í sjónhimnu augans og styðja við góða sjón og hjálpa til við að minnka bólgur og mynda góða vörn gegn sýkingum. ✅ 

Á meðan meðgöngu og/eða brjóstagjöf stendur þarfnast líkaminn EPA og DHA til að styðja við vöxt og þroska barnsins. American Pregnancy Association mælir með því að barnshafandi fái að minnsta kosti 300mg af DHA á dag. American Academy of Pediatrics mælir með að minnsta kosti 100mg af DHA á dag á meðan brjóstagjöf stendur. 💡

American Academy of Pediatrics mælir með því að börn á aldrinum 1 til 3 ára fái að minnsta kosti 100mg af DHA á dag og fyrir 4-12 ára að minnsta kosti 200mg. Algengt er að bætiefni innihaldi aðeins ráðlagt magn af DHA, sem er vissulega nauðsynlegt fyrir heilbrigðan vöxt barnsins, en í ÖRLÖ vörunum er einnig að finna EPA sem styður við almennt heilbrigði líkamans fyrir bæði móður og barn. 🤝

Ekki leita langt yfir skammt og náðu í uppsprettu #1 af DHA og EPA, bæði fyrir þig og barnið. 👶