Af hverju er ÖRLÖ með allt að 3x meiri upptöku en aðrir?

Af hverju er ÖRLÖ með allt að 3x meiri upptöku en aðrir?

Ein algengasta spurningin sem við fáum frá viðskiptavinum er "Af hverju er ÖRLÖ með allt að 3x meiri upptöku en aðrir?".

Svarið við þessu er "einfalt" og í stuttu máli er það aðallega vegna þess að smáþörungurinn sem við ræktum er frumframleiðandi. Engin þörf er á því að eltast við einhvern saklausan fisk út um allar trissur til þess að bræða lifur viðkomandi fisks fyrir innihaldsefnin.

Það að smáþörungurinn er frumframleiðandi gerir upptöku innihaldsefnanna mun einfaldari fyrir líkamann. Polar lipids (skautuð lípíð) gera það að verkum að innihaldið blandast beint við innihald magans (emulsion).

Skýringar fyrir neðan töflu

1. Frumframleiðandi - Innihaldið kemur beint frá upprunanum, smáþörungnum.

2. Vegan - engar dýraafurðir þarf til að framleiða vöruna.

3. Næringargildi - Polar lipids (skautuð lípíð) gera Omega fitusýrunum kleift að blandast beint við innihald magans og setjast því ekki ofan á innihaldið eins og t.d. fiskiolíur.

4. Engin fiskirop því það er ekkert bragð eða lykt af vörunni og engin dýr koma við sögu.

5. Sjálfbærni - kerfið okkar er algjörlega sjálfbært og skilar jákvæðri niðurstöðu til baka í umhverfið.

6. Náttúruleg andoxunarefni finnast eingöngu í Ljósátu og ferskum smáþörungum. 

Myndin hér að neðan sýnir muninn á Omega-3 fitusýrum úr ljósátum og svo úr þeim smáþörungum sem VAXA Technologies ræktar hér á Íslandi. Munurinn skýrist fyrst og fremst á því að smáþörungurinn er frumframleiðandi og því á líkaminn mun auðveldara með að taka upp innihaldsefnin.

Þessar upplýsingar eru m.a. unnar upp úr tveimur rannsóknum sem framkvæmdar voru árið 2013 og má nálgast þær hér að neðan :

Hlekkur 1 :Acute appearance of fatty acids in human plasma – a comparative study between polar-lipid rich oil from the microalgae Nannochloropsis oculata and krill oil in healthy young males

Hlekkur 2 : úr sömu rannsókn og að ofan

Hlekkur 3 : Meta-analysis: Effects of Eicosapentaenoic Acid in Clinical Trials in Depression