Ísland sem miðpunktur í fæðuöryggi Norður-Evrópu?
Umhverfisáhrif mataræðis okkar mannfólksins eru ofarlega í umræðunni um þessar mundir. Aukin eftirspurn eftir eggjum, mjólk, nautakjöti, svínakjöti, fuglakjöti og fisk ásamt próteinríkum landbúnaðarvörum hafa ýtt enn frekar undir áhyggjur varðandi framtíðina. Sjálfbær framleiðsla próteins er því réttilega komin mjög ofarlega á pólítísku umræðuskrána.
Þriðjudaginn 21.febrúar, birti Verkfræðideildin við University of Cambridge grein undir heitinu: "How Iceland could have a starring role as a sustainable alternative protein exporter to Northern Europe".
Í greininni er vísað í rannsókn Dr. Catherine Richards frá 22.desember 2022 og fjallað er sérstaklega um Spirulina, blágræna smáþörunginn, sem mat framtíðarinnar. Spirulina hefur ekki bara fjölmarga jákvæða eiginleika sem tengjast heilsu almennt, heldur hefur í töluverðan tíma verið rætt um smáþörunga sem mögulega staðgengla fyrir hefðbundnar kjötafurðir. Framleiðslu smáþörunga fylgir svo sá bónus að umhverfisáhrifin eru jákvæð og þörfin á notkun ferskvatns minnkar um 90% eins og við þekkjum vel hér hjá ÖRLÖ.
Spirulina inniheldur einnig hærra hlutfall af próteini (allt að 70% af hverjum 100g) miðað við t.d. nautakjöt (allt að 30% af hverjum 100g). Áhugavert er að nú þegar er framleiðsla Spirulina orðin hagkvæmari en framleiðsla á nautakjöti og með aukinni framleiðslugetu mun sá munur aukast enn meira.
Eins og sjá má á Um okkur síðunni starfrækir VAXA Technologies sjálfbærustu smáþörungaræktun í heimi við Hellisheiðarvirkjun. Byltingarkennt og kolefnisneikvætt framleiðsluferlið gerir okkur kleift að rækta næringarríka smáþörunga við kjöraðstæður allan ársins hring. Á sama tíma nýtir ferlið okar 99% minna landsvæði og vatn en þarf til að framleiða smáþörunga með öðrum aðferðum t.d. opnum tjörnum.
Rannsókn Dr. Catherine Richards með aðstoð Dr. Asaf Tzacho, gekk út á að kanna hvort Ísland gæti verið miðpunkturinn í að gera Norður-Evrópu sjálfbæra hvað varðar framleiðslu prótíns. Gögn úr framleiðslu VAXA Technologies við Hellisheiðarvirkjun voru notuð til að útbúa líkan og niðurstöðurnar voru mjög áhugaverðar, vægast sagt.
Með þeim sviðsmyndum sem líkanið teiknaði upp er hægt að spá fyrir um að Spirulina lífmassi, framleiddur á Íslandi, gæti fullnægt þörfum rúmlega 6,6 milljón einstaklinga á ári. Það er allur íbúafjöldi Íslands og Danmerkur, eða allur íbúafjöldi Finnlands, Noregs og Írlands. Til þess þarf 242.366 tonn af Spirulina lífmassa ár hvert og hugarfarsbreytingu varðandi á hvaða hátt við viljum nýta orkuna okkar.
Til að draga þetta saman er ágætt að nota orð Dr. Catherine Richards í beinni þýðingu: "Með því að flytja orkuþörfina frá þungaiðnaði gæti Ísland þróast í að vera sjálfbær og mikilvægur útflytjandi prótíns."
Kort af virkjunum á Íslandi.
Verslun
- ACTIVE OMEGA-3
VerðFrá: 4.990 ISK - 30 dagar
SKOÐA NÁNAR
- ACTIVE DHA
VerðFrá: 4.990 ISK - 30 dagar
SKOÐA NÁNAR
- ACTIVE PRENATAL DHA + EPA
VerðFrá: 4.990 ISK - 30 dagar
SKOÐA NÁNAR
- Immunity BoostSöluverð5.990 ISK
SKOÐA NÁNAR
- ORLO flaskaSöluverð1.990 ISK
SKOÐA NÁNAR